Elita var svo elskuleg að segja þeim að ég væri bæjarstjóri og þá fékk ég enn betri meðferð. Eins gott að segja þeim ekki að við séum bara 2.400, þá lendi ég kannsi aftur í klónum á einhverjum sem skilur ekki einu sinni rússnesku.
Fyrst var talið að ég væri með svæsin ofnæmisviðbrögð og alvarlega blóðsýkingu, á þessum tímapunkti runnu fyrir sjónum mínum brot úr óskiljanlegum, drungalegum austantjaldsmyndum þar sem læknar skera af útlimi. þegar hér var komið sögu var ég alvarlega farin að óttast gerræðislegar ákvarðanir :-)
En svo var tekin blóðprufa og hún sýndi ekki sýkingu í blóðinu. Þess vegna var ég lögð inn á almenna deild og þá fyrst varð ég nú hrædd um líf mitt.. Eins gott að halda bara í sér allan tímann og alls ekki borða vott eða þurrt eða snerta neitt eða yfirleitt anda að sér neinu... Elita segir að þetta sé eins og gamla Rússland. Hér eru gólf´dúkarnir víðast gengnir ofan í fjalir. Málningin flögnuð af veggjum, rúmin eins og skrapatól af byggðasafninu og sængurfötin ekki til að hrópa húrra yfir. Var þarna i nokkra tíma en síðan send heim. Þarna fékk ég ofnæmislyf í æð sem á að drepa þetta niður. Fékk líka töflu sem ég á að taka seinni partinn í dag. Verð síðan að koma næstu þrjá daga til að fá þetta lyf í æð. Hér er talið að ég sé með gríðarlegt ofnæmi fyrir einhverju kvikyndi. Ég má því ekki koma nálægt grasi, görðum, plöntum eða slíku á meðan ég er hérna úti og fara til ofnæmislæknis um leið og ég kem heim. Á helst ekki að vera úti í sólinni í dag og eins lítið og hægt er næstu daga. Vera í sokkum og ekki láta hita komast að fótunum. Þetta fannst mér verulegt gott útspil enda er hitinn í borginni nær því óbærilegur. Hér eru núna um 42 gráður en merkilegt nokk er hægt að halda það út að sitja í skugganum ef maður hreyfir sig ekki og andar grunnt :-)
Hef reyndar mikla trú á lækninum mínum sem er kona sem greinilega nýtur mikillar virðingar hér. Allavega voru starfsmenn hótelsins yfir sig hrifnir af því að ég skyldi lenda hjá henni. Hún er nefnilega ekki bara læknir hún er prófessor! ! Auðvitað fékk útlendingurinn með skrýtna nafnið albestu meðferð sem völ er á hér í landi.
Lárus hefur semsagt sloppið alveg aleinn út í borgina í dag. Hann er búinn að hjóla hér út um allt og nýtur sín vel. Læt vita á morgun hvernig þetta gengur allt saman ...
No comments:
Post a Comment