Sunday, June 28, 2015

 Í morgunsárið er ástandið hér ótrúlega fyndið! Ferðafélagar stynja þvílíkt yfir timburmönnum að yfirlýsingarnar ganga hér á víxl um eilíft áfengisbindindi :-). Spurning hvort það endist daginn :-) Nú er ferðinni heitið eitthvað inní land og í kvöld er veisla hjá einni vinkonu Elitu.

 o  Langur dagur en góður að baki. Hér er netsamband af ansi skornum skammt enda erum við ekki á hótelum. Síðustu nótt gistum við í Kaunas en núna erum við komin til Telsij heimaborgar Elitu.  Á leiðinni heimsóttum við safn um útrýmingarbúðirnar í Kaunas en þar voru um 50.000 manns tekin af lífi í seinni heimsstyrjöldinni. Frakkar, Þjóðverjar og Litháar. Skelfilegur staður en þarna á grundunum í kring eru enn líkamsleifar allra þeirra sem þarna létu lífið.  Fórum frá Kaunas til Trakaj en þar stór miðalda kastali umlukin vatni. Afskaplega fallegt og mikil saga. Þetta er mikilli ferðamannastaður enda fullt af fólki. Það kemur manni á óvart hvað hér er mikill túristi og allt vel gert á því sviði. Þarna var boðið upp á siglingu á sewglskútu og maður sleppir nú ekki svoleiðis. Þvílíkt gaman í góðu veðri eins og sjá má á myndunum.

Þið verðið að afsaka villurnar í þessu en ég nenni ekki að leiðrétta þetta eða pikka neitt í viðbót þar sem lyklaborðið er rafmagnslaust og netið minnir helst á innhringisamband fyrir rúmum tveimur áratugum :-)



Hér má víða sjá ansi hrörlegt hús og lífshætti ansi ólíka okkar. Hér eru algeng mánaðarlaun um 250 EUR svo það e kannski ekki skrýtið þó margir horfi annað, reyndin er líka sú að stór hluti þjóðarinnar býr utan Litháen.

Hér er okkur tekið með kostum og kynjum og allir vilja allt fyrir okkur gera. Aumingja Lárus á ekki sjö dagana sæla með þrjár ákveðnar konur i bílnum - óborganlegt oftast nær!  Er samt komin á þá skouðun að best sé að láta mig um að segja til vegar eftir að heima konurnar snar villtust í dag og komust ekki á rétta braut fyrr en yours truly komst í landakortið. 

Nú erum við búin að innbyrða á þriðja lítra af hreinum vodka en það er með ólíkindum hvað drukkið er af þessu hér. Merkilegt nokk finnur maður varla á sér af þessu. enda eru borðuð sík ókjör af mat allan daginn að það er engu líkt.w

-----------------------

Lentum í Vilnius seint um kvöld. Þar beið Alma tengdamóðir Vytautas sonar Elitu og keyrði okkur heim til sín í Kaunas sem er um 80 km frá Vilnius. Hún bjó í 15 ár á Islandi og þénaði þar svo vel að hún á núna stórglæsilegt einbýlishús í Kaunas.