Litháen kom okkur mjög á óvart, ekkert mál að ferðast þarna og landið hið fallegasta. Allt mjög snyrtilegt og fólkið gestrisið og gott. Það minnir reyndar heilmikið á Danmörku með sínum stóru ökrum og skógarlundum. Við gætum vel hugsað okkur að ferðast meira um Litháen og hin baltnesku löndin síðar, þá á bíl og rúlla jafnvel yfir til Leningrad í leiðinni. Með gilda vegabréfsáritun í farteskinu :-)
Annars er ekki skrýtið þó að þjóðarsál Litháa sé lituð af þeim hörmungum sem landið hefur gengið í gegnum. Margoft verið hernumið og/eða innlimað í önnur lönd. Íbúarnir írekað stráfelldir af óvinum eða sendir í útlegt til Síberíu eins og mamma hennar Elitu þurfti að þola eftir að systkini hennar voru drepin af hermönnum Stalíns.
En hér í Yerevan tók tók á móti okkur glæný og flott flugstöð. Leigubíllinn beið eins og samið hafði verið um þannig að við vorum komin inná Hótel Republica á um klukkutíma.
Fórum strax út að skoða umhverfið enda kvöldið yndislegt, 32 stiga hiti sem nauðsynlegt er að nýta vel þar sem hitinn yfir daginn fer í um 40 stig. Við röltum niður Republca torgið sem var mikið í fréttum nýlega vegna mótmæla sem þar voru í marga daga. Núna var aftur á móti allt með kyrrum kjörum og hreint yndislegt að rölta þarna um og skoða mannlífið.
Risastór gosbrunnur sem dansaði í takt við þekkt lög var ótrúlega skemmtilegur svo hér er ein mynd af honum.
Hér í kvöld er hitinn um 32 gráður nokkuð notalegt bara. Á morgun mun hann fara í ca. 40 segja allir, þá mun ég drepast, held ég. Ástand mitt er fyrir ekkert sérstakt og eru flugnabitin mig lifandi að drepa, hef bólgnað svo svakalega að ég get varla gengið. Óskemmilegt í svona ferð. Nú bryð ég ofnæmistöflur í ólöglegu magni og reyni allt hvað ég get itl aðlosna við þennan ófögnuð. Það er hægara sagt er gert.
No comments:
Post a Comment