Hitinn hér í Yerevav fór í 42 gráður í dag þannig að ég var best geymd á hótelherberginu enda var það samkvæmt læknisráði! Held að ég sé aðeins skárri, allavega get ég stigið í fæturnar núna í kvöld. Hitinn hér í kvöld var um 32 gráður en það var blástur frá fjöllunum sem gerða þetta alveg bærilegt.
Fórum á fínan Armenskan veitingastað og lentum þar í okkar fyrsta menningarlega ágreiningi! Okkur Lárusi bara langaði ekki í vodka með matnum en það endaði auðvitað með því eftir nokkra stund að keyptur var vodki eftir miklar yfirlýsingar um að þetta yrði að gera. Við erum eins og þið sjáið alveg ótrúlega eftirgefanlegir ferðafélagar ! ! ! Varð reyndar að viðurkenna að það er hreinlega ekki hægt að sporðrenna armenskum mat nema með vodka við hendina. Hér er til dæmis sett á borðið heil sáta af kryddjurtum sem maður stýfir úr hnefa. Nú skuluð þið gera tilraun og borða dillkvist, graslauk, vorlauk, kóríander grein og kvist af sellerí bara svona með engu og allt í einum bita ! ! ! Og prófa svo að skola þessu niður með hvítvíni! Það er hreinlega útilokað! Þá skuluð þið prófa þetta sama, dýfa kryddjurtunum í gott salt og skola þessu svo niður með vodka. Það er bara allt annar handleggur :-)
Og nú er ég búin að auglýsa lifandi kryddjurtir svo rækilega að Ártangi mun ekki hafa við að framleiða fyrir mína tryggu lesendur....
Annars er þessi borg yndisleg. Það vekur athygli að hér eru engir götusalar að þröngva uppá mann nokkrum hlut og hér eru heilu fjölskyldurnar niður á Republica torginu fram að miðnætti bara að spjalla og rorra um í rökkrinu. Við gerðum það líka áður en farið var í kvöldkaffi til Elitu sem allir sem þekkja til vita að er ansi rausnarlegt. Erum því enn og aftur afvelta af ofáti !
Og nú er ég búin að auglýsa lifandi kryddjurtir svo rækilega að Ártangi mun ekki hafa við að framleiða fyrir mína tryggu lesendur....
Annars er þessi borg yndisleg. Það vekur athygli að hér eru engir götusalar að þröngva uppá mann nokkrum hlut og hér eru heilu fjölskyldurnar niður á Republica torginu fram að miðnætti bara að spjalla og rorra um í rökkrinu. Við gerðum það líka áður en farið var í kvöldkaffi til Elitu sem allir sem þekkja til vita að er ansi rausnarlegt. Erum því enn og aftur afvelta af ofáti !
Veit að vefmiðmót bloggið er óþolandi á Iphone nema maður sé með bloglovin appið, þá er þetta allt annað :-)
No comments:
Post a Comment