Wednesday, July 8, 2015

2000 ára gamalt tré og ný uppskera

Keyrðum óravegu um sveitirnar í dag til Amaras kirkjunnar sem byggð í byrjun fjórðu aldar.  Þetta er afar falleg kirkja eins og þær eru allar hér en þessi er umlukin virkisveggjum sem áður hýstu munka og fyrsta skólann sem hér var stofnaður.  Hér var Armenska stafrófið fundið upp.  Verð að segja að þeir hefðu nú betur sleppt því og einfaldað lif margra í staðinn  :-)

Hér í landi kaupir Elita alltaf kerti þegar við komum i kirkjurnar og svo verð ég að biðja fyrir einhverjum annað hvort lífs eða liðnum  Það er eins gott að fjölskylda mín verði heilbrigð og hamingjusöm miðað við á hversu mörgum guðlegum stöðum þess hefur verið óskað. 


Við Amaras lenti Lárus í vinnu því þar var verið að týna "tútti"  eins og þeir segja hér.  Þá klifrar einn upp í trén, lemur i greinarnar og niður falla þessi ósköp af "tutti" berjum og þá stóð Lárus þar fyrir neðan með fleirum og veiddi berin í dúk.  Gaman að þessu þegar týnt er af þremur trjám 3 tré en þetta er kleppsvinna þegar um heilan akur er að ræða 


hér er svo Lárus með nýju vinunum sínum. 

Fórum líka og skoðuðum "The Platan Tree"  sem er um 2000 ára gamalt tré að því að sagt er.  Það er yfir 27 metrar að ummáli og um 54 metra hátt.  Eldingar hafa leikið tréð grátt þannig að núna er hægt að ganga í gegnum það á mörgum stöðum.   Virkilega gaman að sjá þetta.  Það á sitt eigið vegabréf sem sýnir status þess á meðal þjóðarinnar.



Víða við vegina eru litlir veitingastaðir eins og þessi sem var að bjóða til sölu nýskorinn maís.
Við urðum auðvitað að smakka ...



Karabakh er afskaplega fallegt landsvæði og ekki skrýtið þó bæði Armenar og Azerar ásælist þetta gróskumikla land.  Hér virðist allt vaxa og tré og gróður er upp um öll fjöll ólílkt því sem nágrannaríkin búa við. 


Fórum í lokin að skoða papik og tatik  (afi og amma)  sem eru einkennistákn Karabak,  tvær fallegar styttur í útjaðri Stepanenkerth.  Hann Johnny sem  er búinn að vera með okkur í dag segir að þetta séu svo sannarlega orðin einkennistákn Karabakh því nú sé svo komið að einungis ömmur og afar séu eftir hér, allir aðrir eru farnir til annarra landa i leit að betri lífsgæðum. 







No comments:

Post a Comment